Stjórn Jaðars

Stjórn Jaðars
5. fundur
28. maí 2021 á Jaðri frá kl. 11:00 – 11:50

Fundinn sátuBjörn H. Hilmarsson, Unnur Fanney Bjarnadóttir, Lovísa Sævarsdóttir og Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður Jaðars.

Fundargerð ritaði

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Nýr meðlimur í stjórn Jaðars

Lesið var bréf frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar um breytingu á stjórn Jaðars. Ásbjörn Óttarsson er hættur og Björn H. Hilmarsson tekur við. 

2. Forstöðumaður fór yfir eftirfarandi mál: 

  • Farið yfir Covid-tímabilið. Forstöðumaður var ávallt í sambandi við formann nefndar, enginn fundur var á tímabilinu.   
  • Úttekt var gerð á heimilinu vegna slæmrar rekstrarstöðu. Skýrslan kom mjög vel út. 
  • Búið er að fá langþráð samþykki fyrir stækkun á anddyri, gleðifréttir fyrir alla. 
  • Sigrún Erla hjúkrunarfræðingur er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.  
  • Komin er mjög mikil þörf á viðhaldi hússins og vonandi verður það skoðað vel.  

Fundi slitið kl. 12:06.