Stjórn Jaðars
6. fundur
5. maí 2022 í Jaðri frá kl. 11:00 – 11:55
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Unnur Fanney Bjarnadóttir, Lovísa Sævarsdóttir og Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Staða mála
Langt síðan síðasti fundur var vegna Covid en Inga var í sambandi við Björn formann nefndarinnar um gang mála á milli funda.
2. Forstöðumaður fór yfir eftirfarandi mál:
- Mikið álag hefur verið á starfsfólki, allir staðið sig mjög vel og var starfsfólki umbunað fyrir þeirra góðu og óeigingjörnu störf.
- Rekstur hefur gengið mun betur eftir fjölgun hjúkrunarrýma
- Auglýst hefur verið eftir sumarafleysingum og hefur það gengið þokkalega.
- Í september breyttist starfshlutfall forstöðumanns og nú er starfandi stjórnunarteymi, það er skipað af Ingu forstöðumanni, Steiney og Sigrúnu Erlu og gengur það vel.
- Undirbúningur stendur yfir um byggingu anddyris og reykherbergis.
- Páll Sigurvinsson hefur verið ráðinn garðyrkjumaður fyrir Jaðar.
3. Rætt var um þörf á húsverði fyrir Jaðar.