Stjórn Jaðars

Stjórn Jaðars
7. fundur
15. september 2022 í húsnæði Jaðars frá kl. 13:00 – 13:50.

Fundinn sátuBjörn Arnaldsson, formaður, Helga Valdís Guðjónsdóttir, Hallgrímur Árni Ottósson og Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðurmaður.

Fundargerð ritaði: Helga Valdís Guðjónsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Kosning formanns

Tillaga lögð fram um Björn Arnaldsson. Tillaga samþykkt samhljóða. 

2. Kosning varaformanns

Tillaga lögð fram um Helgu Valdísi Guðjónsdóttur. Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Erindisbréf stjórnar

Formaður kynnti erindisbréfið og fór yfir helstu atriði þess.

4. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara, dags. 07.06.2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð stjórnar Jaðars dags. 05.05.2022. Lagt fram til kynningar.

4. Kynning á starfssemi Jaðars

Forstöðumaður Jaðars segir frá sögu heimilisins og stöðunni í dag. Í dag eru 16 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými á heimilinu og heimilismenn eru 18. Inga segir frá rekstrinum og stöðu fjármála sem er samkvæmt áætlun. Hún segir einnig frá fyrirhuguðum framkvæmdum við breytingu húsnæðis í gamla hlutanum og nýju anddyri sem styrkur fékkst til frá Framkvæmdasjóði aldraðra. Inga segir frá fyrirkomulagi stjórnunar og nýju vaktafyrirkomulagi starfsfólks þar sem vaktir eru skipulagðar 8 vikur fram í tímann.

Fundi slitið kl. 13:50.