Stjórn Jaðars

Stjórn Jaðars
8. fundur
15. nóvember 2022 í húsnæði Jaðars frá kl. 13:00 – 13:52.

Fundinn sátuBjörn Arnaldssson, formaður, Helga Valdís Guðjónsdóttir, Hallgrímur Árni Ottósson, Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður.

Fundargerð ritaði: Helga Valdís Guðjónsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarrritara, dags. 05.10.2022. Lagt fram til kynningar.

2. Erindi til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar

Erindi til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar árið 2023. Inga kynnir send erindi til bæjarstjórnar vegna viðhalds húsnæðisins, vegna beiðni um ráðningu starfsmanns sem myndi halda utan um og sinna afþreyingu heimilismanna í 50% starfi og beiðni um ráðningu sameiginlegs húsvarðar Jaðars og leikskóla Snæfellsbæjar.

3. Önnur mál

Rætt um nýtt anddyri Jaðars sem stendur til að byggja.

Fundi slitið kl. 13:52.