Fundargerðir

Umhverfis- og skipulagsnefnd
112. fundur
22. febrúar 2018 frá kl. 10.00 – 12:00

Fundinn sátu: Drífa Skúladóttir, Halldór Kristinsson, Margrét Björk Björnsdóttir, Davíð Viðarsson, Jóhann Már Þórisson og Auður Kjartansdóttir.

Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson, byggingarfulltrúi.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. 1802005 – Ólafsbraut 84-umsókn um byggingarlóð

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutun. Slökkvilið Snæfellsbæjar bendir á að brunahana vantar.

2. 1701007 – Traðir_deiliskipulag f. 12 frístundahús, reiðhöll og tjaldstæði

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki aðalskipulagsnefndar.

3. 1802007 – Keflavíkurgata 4_Umsókn um byggingarleyfi fyrir ýmsum lagfæringum á eigninni. Pallur, smáhús, bíslag, breyting á gluggum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið en fer fram á að skilað verði inn úlitsteikningum af breytingunum, sem lagðar verða fyrir og sendar umsagnaraðilum. Þar sem húsið er eldra en 100 ára þarf umsögn Húsafriðunarnefndar (Minjastofnunar).

4. 1802006 – Engihlíð 1_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 60 fm. aðstöðuhús við knattspyrnuvöllinn.

Umhverfis-og skipulagsnefndina samþykkir erindið.

5. 1802003 – Jaðar 5_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 15 fm. gestahúsi skv. meðfylgjandi teikningu

Umhverfis- og skipulagnefnd samþykkir erindið.

6. 1802001 – Grundarbraut 32_umsókn um byggingarleyfi fyrir gluggaskiptum skv. meðfylgjandi teikningum

Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki samþykkt glugga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og bendir á að gluggar í svefnherbergjum eiga að uppfylla kröfur um björgunarop. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum.

7. 1802012 – Hellisbraut 20_umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á efri hæð í íbúð og útliti

Samkvæmt aðalskipulagi Snæfellsbæjar er gert ráð fyrir að húsið verði skilgreint sem íbúðarhús og núverandi athafnarstarfsemi víki. Breytt notkun hússins er í samræmi við nýtt aðalskipulag og samþykkir umhverfis- og skipulagsnefnd byggingarleyfi fyrir breytingum með fyrirvara um samþykki Eldstoða, byggingarfulltrúa og slökkviliðs.

8. 1802002 – Sáið_umsókn um stöðuleyfi fyrir matvagn sumarið 2018

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu vegna þess að samþykkt um torg og götusölur liggi til samþykktar hjá bæjarstjórn.

9. 1802008 – Fellaslóð 6_Möns ehf., umsókn um stöðuleyfi fyrir matvagn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu vegna þess að samþykkt um torg og götusölur liggi til samþykktar hjá bæjarstjórn.

10. 1802009 – Grundarslóð 12_Magnús Þ. Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi yfir sumarið 2018.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11. 1802010 – Grundarslóð 12_Ragnar Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi yfir sumarið 2018

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

12. 1802011 – Grundarslóð 12_Jakop Hendriksson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi yfir sumarið 2018

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

13. 1802004 – Ennisbraut 30_Fyrirspurn um leyfi til að setja sjálfsafgreiðslustöð fyrir dísel og seinna meir bensín, á lóðinni

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en tekur fram að ekki verður samþykkt að fara í bráðabirgðatank. Óskað er eftir frekari teikningum. Drífa vék af fundi.

14. 1802013 – Götu- og torgsölur í Snæfellsbæ_Tæknideild Snæfellsbæjar leggur til tillögu að reglum um götu- og torgsölu í Snæfellsbæ

Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um og samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að samþykkt um götu- og torgsölur í Snæfellsbæ og sendir það til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið kl. 12:00