Fundargerðir

Umhverfis- og skipulagsnefnd
114. fundur
30. apríl 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 10.00 – 12:55

Fundinn sátu: Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson, Halldór Kristinsson, Illugi Jens Jónasson, Davíð Viðarsson og Brynja Mjöll Ólafsdóttir.

Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson, byggingarfulltrúi.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. 1803001 – Fellaslóð 2_Birkisól ehf. sækir um lóðina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðaúthlutun. Bent er á að skv. reglum um lóðaúthlutun hjá Snæfellsbæ fellur úthlútun lóðar úr gildi hafi aðaluppdráttum af fyrirhugaðri byggingu ekki borist til byggingarfulltrúa innan 5 mánaða frá úthlutun lóðar.

2. 1803003 – Álfaslóð 19_umsókn um úthlutun lóðar

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðaúthlutun. Bent er á að skv. reglum um lóðaúthlutun fellur útlhútun lóðar úr gildi hafi aðaluppdráttum af fyrirhugaðri byggingu ekki borist til byggingarfulltrúa innan 5 mánaða frá úthlutun lóðar.

3. 1803009 – Arnarbraut við Fell_umsókn um lóð

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í umsóknina og leggur til að farið verði í að skoða málið með umsækjanda.

4. 1803013 – Sölvaslóð 12_MS investments sækir um lóðarúthlutun

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðaúthlutun en bendir á að hámarksbyggingarmagn á lóð er 120 fm. Bent er á að skv. reglum um lóðaúthlutun fellur útlhútun lóðar úr gildi hafi aðaluppdráttum af fyrirhugaðri byggingu ekki borist til byggingarfulltrúa innan 5 mánaða frá úthlutun lóðar.

5. 1709005 – Aðalskipulag Snæfellsbæjar_Ósk um auglýsingarferli Lokaafgreiðsla

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 með þeim breytingum sem gerðar voru vegna fram kominna athugasemda á auglýsingartíma. Farið var yfir UMHVERFIS- OG SKIPULAGNEFND SNÆFELLSBÆJAR 2 athugasemdir og svör við þeim og eru þau samþykkt. Einnig er fallist á leiðréttingu fylgirits nr. 1 og 1b um vatnsaflsvirkjanir og fylgirits nr. 6 með flokkun vega. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagið og áður nefnd fylgirit. Gögn verði send til Skipulagsstofnunar með ósk um að aðalskipulagið verði staðfest í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 1712005 – Arnarfell_óskað er eftir að breytt deiliskipulag verði tekið til umfjöllunar

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Svarbréf er einnig samþykkt.

7. 1802001 – Grundarbraut 32_umsókn um byggingarleyfi fyrir gluggaskiptum skv. meðfylgjandi teikningum

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8. 1803004 – Lýsuhóll_umsókn um byggingarleyfi fyrir 2x 36,3 fm. smáhýsi

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

9. 1803005 – Túnbrekka 7_umsókn um byggingarleyfi til að breyta gluggum, klæða hús og færa útihurð skv. meðfylgjandi teikningum

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

10. 1803007 – Ennisbraut 37_Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr skv. meðfylgjandi teikningum

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11. 1803008 – Sjóvarnargarðar í Snæfellsbæ – ósk um framkvæmdaleyfi

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið

12. 1803010 – Fellaslóð 6_Birkisól ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn fyrir súpu, fisk og franskar

Í nýrri samþykkt um götu- og torgsölu segir ”Leyfisveitanda er heimilt að hafna umsóknum ef hann telur að sú starfsemi sem í umsókninni felst uppfylli ekki kröfur til sölustarfsemi og/eða að starfsemin uppfylli ekki kröfur um fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu“. Fjölbreytileiki og mismunandi framboð á þjónustu er nánast engin, auk söluvagns sem hefur verið á svæðinu er veitingastaðir á svæðinu sem selja mat nú þegar. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar úthlutun stöðuleyfis söluvagns á þeim forsendum. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill taka fram að aðrar stöðuleyfislóðir verði skipulagðar fyrir næsta ár á Arnarstapa. Núverandi stöðuleyfislóðir verða teknar af skipulagi.

13. 1802002 – Sáið_umsókn um stöðuleyfi fyrir matvagn sumarið 2018

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun stöðuleyfis á Sáinu, að uppfylltum nýjum reglum um söluvagna.

14. 1803011 – Fellaslóð 6_Víðir Haraldsson sækir um stöðuleyfi fyrir matvagn

Í nýrri samþykkt um götu- og torgsölu segir ”Leyfisveitanda er heimilt að hafna umsóknum ef hann telur að sú starfsemi sem í umsókninni felst uppfylli ekki kröfur til sölustarfsemi og/eða að starfsemin uppfylli ekki kröfur um fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu“. Fjölbreytileiki og mismunandi framboð á þjónustu er nánast engin, auk söluvagns sem hefur verið á svæðinu er veitingastaðir á svæðinu sem selja mat nú þegar. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar úthlutun stöðuleyfis söluvagns á þeim forsendum. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill taka fram að aðrar stöðuleyfislóðir verði skipulagðar fyrir næsta ár á Arnarstapa. Núverandi stöðuleyfislóðir verða teknar af skipulagi.

15. 1802008 – Fellaslóð 6_Möns ehf., umsókn um stöðuleyfi fyrir matvagn

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun stöðuleyfis á Arnarstapa, að uppfylltum nýjum reglum um söluvagna. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill taka fram að aðrar stöðuleyfislóðir verði skipulagðar fyrir næsta ár á Arnarstapa. Núverandi stöðuleyfislóðir verða teknar af skipulagi.

16. 1708014 – Fellaslóð 5_umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagni

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun stöðuleyfis á Arnarstapa, að uppfylltum nýjum reglum um söluvagna. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill taka fram að aðrar stöðuleyfislóðir verði skipulagðar fyrir næsta ár á Arnarstapa. Núverandi stöðuleyfislóðir verða teknar af skipulagi.

17. 1803006 – Kirkjufellsfoss,deiliskipulagstillaga_ósk um umsögn

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.

Fundi slitið kl. 12:35