Ungmennaráð

Ungmennaráð
20. fundur
15 maí 2019 frá kl. 18:00 – 18:35

Fundinn sátu: Karítas, Ísabella, Stefanía, Brynjar, Hilmar, Pétur, Eir, Jason 

Fundargerð ritaði: Ísabella Una.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Umræða

Fundurinn hófst á því að Sigrún sagði okkur frá ungmennaþingi sem haldið verður þann 17 júní á Alþingi. Hún hvatti okkur til að finna tvo einstaklinga frá aldrinum 13-16 ára til að fara fyrir okkar hönd.  

Einnig var rætt sumarið. Við töluðum mikið um að halda viðburði á 17 júní og á Ólafsvíkurvöku. Upp kom sú hugmynd að við myndum nýta okkur grunnskólalóðina í Ólafsvík á 17 júní og við myndum hafa frispígólfið í boði, fílabolta og myndum síðan grilla pylsur.  

Á Ólafsvíkurvökunni datt okkur í hug að fá menn úr skemmtigarðinum í Grafarvogi til að halda lazertag mót í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Aldurs takmarkið sem við vorum að pæla væri 14+.

Fundi slitið kl. 18:35.