Ungmennaráð

Ungmennaráð
23. fundur
9. júní 2020 frá kl. 20:00 – 21:45

Fundinn sátu: Stefanía, Ísabella, Minela, Björg Eva, Anel, Kristófer, Margrét og Laufey Helga

Fundargerð ritaði: Ísabella Una.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Við byrjuðum fundin á að bjóða ræða sumarið og komu upp margar hugmyndir hvað við gætum gert. Við tókum þá ákvörðun að hafa bubble-bolta á gervigrasvellinum á 17.júní fyrir krakka á öllum aldri. Við fórum einnig yfir Sandara- og Rifsaragleði og ákvöðum við að hafa Landsbankarhlaup og grill fyrir yngri kynslóðina.

Í lokin fórum við yfir haustið og ákvöðum hvað við vildum gera. Upp komu margar hugmyndir m.a. að kíkja í heimsókn í ungmennahúsið í Stykkishólmi. Einnig ræddum við nýja meðlimi ráðsins þar sem að tveir meðlimir yfirgefa ráðið í haust.

Fundi slitið kl. 21:45.