Velferðarnefnd

Velferðarnefnd
13. fundur
30. ágúst 2022  frá kl. 18:00 – 18:40

Fundinn sátu: Gunnhildur K. Hafsteinsdóttir, Hallveig Hörn Þorbjargardóttir, Kristgeir Kristinsson, Stefán Smári Kristófersson og Viktoría Sif Viðarsdóttir.

Fundargerð ritaði

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jafnréttisáætlun SNB 

Ákveðið að skoða áætlun fyrir næsta fund og vera tilbúin með athugasemdir ef einhverjar eru. 

2. Málþing: lífsgæði fatlaðra 

Gunnhildur hefur ýtt á eftir byrjun þess hóps við yfirmann félagsþjónustu. 

3. Málþing: Farsæld í þágu barna 

Gunnhildur og Viktoría munu sitja þingið.

4. Reykjadalur? 

Gunnhildur og Jón Haukur hittu forstöðumann varðandi fjölskyldufrí fatlaðra barna. Árið 2022 verður aðstaða í Stykkishólmi og óskað var eftir tengilið. 

 

5. Aðgengi fatlaðra 

Rætt um verk “römpum upp ísland” og þörf á römpum í Snæfellsbæ. 

6. Sumarstarf grunnskólabarna 

Lítil fjölbreytni af afþreyingu fyrir börn í Snæfellsbæ. Rætt að senda inn erindi til íþrótta- og æskulýðsfélag að skora á að gert sé ráð fyrir sumarafþreyjingu í fjárhagsáætlun. Meiri fjölbreytileika, fleiri vikur og fjármagn. 

Erindi skrifað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. 

7. Félagsstarf fullorðinna 

Vinakaffi. Auglýsa þarf fyrsta fund til að kanna áhuga. Átthagastofan stendur til boða til notkunar undir slíkt. Hægt er að koma af stað félagslegum hitting fyrir áhugasama í Snæfellsbæ. 

Hægt væri að koma af stað fyrirkomulagi með sjálfboðaliðastarf, tilfallandi vinnu o.s.frv. 

8. Leigumál Snæfellsbæ 

Árborg ?: Fyrsti samningur er hámark 6mán. Næsti samningur er til tveggja ára og áframhaldandi á tveggja ára fresti þarf endurmat að fara í gang. 

Rætt um stofnun reglugerða eða ramma sem fara þarf eftir við úthlutun íbúða í eigu bæjarins. Ákveðið að málefnið verði tekið fyrir á næsta fundi. 

9. Akstursþjónusta 

Takmörkuð akstursþjónusta í bæjarfélaginu. 

Rætt að senda bréf til bæjarstjóra um fyrirspurn hvar akstursþjónusta stendur og hvernig þeim málum sé háttað í bæjarfélaginu. Þjónusta sem þarf að vera til staðar í bæjarfélaginu. 

Erindi sent til bæjarstjórnar. 

10. Forvarnaráætlun 

Enginn forvarnarfulltrúi er í Snæfellsbæ eins og er. 

 Skoðaðar forvarnaráætlanir annarra bæjarfélaga til viðmiðunar. Ræða þarf um forvarnarfulltrúa, forvarnaráætlun og uppsetningu á vefsíðu. 

Fundi slitið kl. 18:40.