Velferðarnefnd
15. fundur
20. október 2022 frá kl. 18:00 – 19:00.
Fundinn sátu: Gunnhildur K. Hafsteinsdóttir, Kristgeir Kristinsson, Hallveig Hörn Þorbjargardóttir og Marsibil Guðmundsdóttir. Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Jóhanna Jóhannesdóttir mættu fyrir hönd íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Íþrótta og æskulýðsnefnd
Mættu á fundinn Kristfríður Stefánsdóttir og Jóhanna Jóhannesdóttir til að fara yfir hvað mætti gera betur í námskeiðahaldi fyrir næsta sumar bæði fyrir börn og fyrir fatlaða.
2. Fræðsla um brunavarnir
Rætt um að hafa samband við slökkviliðsstjóra um að koma með fræðslu til eldri borgara eins og var gert á síðasta kjörtímabili.
3. Aðgengismál
Rætt um grein Kristjáns Helgasonar sem kom í jökli um aðgengismál, formaður ætlar að svara greininni .
4. Forvarnaráætlun
Ætlum að hafa samband við skólanefnd.
5. Heimsóknarvinir
Formaður búin að tala við rauða kross deildina hvortr hægt sé að virkja aftur verkefnið heimsóknar vinir.