Velferðarnefnd

Velferðarnefnd
2. fundur
12. nóvember 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:25.

Fundinn sátu: Gunnhildur, Hafþór, Guðrún, Ingigerður og Andri Steinn.

Fundargerð ritaði: Andri Steinn

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Bílastæði við HVE í Ólafsvík

Lagt er til að samið verði bréf til HVE vegna bílastæða við heilsugæsluna í Ólafsvík til þess að ýta undir að aðgengi fatlaðra verði lagað með merkingum.

Tillaga samþykkt samhljóða.

2. Fundastjórn FFS og samráðshópur búsetu fatlaðs fólks

Lagt er til að kanna hvenær samráðfundur er fyrirhugaður.

Tillaga samþykkt samhljóða.

3. Forvarnir

Tillaga um að senda bréf á ungmennaráð og öldrunarráð vegna samráðs um forvarnir eftir áramót.

Tillaga samþykkt samhljóða.

4. Íþróttaiðkun fatlaðra

Tilkynnt að Ungmennafélagið Víkingur/Reynir tekur að sér Boccia æfingar fatlaðra.

5. Smiðjan

Lagt til að athuga hve mikill munur sé á matarkostnaði fyrir einstakling hjá Smiðjunni og öðrum stofnunum bæjarins.

Tillaga samþykkt samhljóða.

6. Enginn fundur nefndar í desember

Lagt til að fella niður fund velferðarnefndar í desember nema eitthvað tilfallandi komi upp.

Tillaga samþykkt samhljóða.

7. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 14. janúar 2019.

Fundi slitið kl. 21:25.