Velferðarnefnd
5. fundur
11. mars 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:00
Fundinn sátu: Þórunn Káradóttir, Hafþór Svanur Svansson, Gunnhildur Kristný Hafsteinsdóttir , Guðrún Þórðardóttir og Andri Steinn Benediktsson.
Fundargerð ritaði: Andri Steinn Benediktsson
Dagskrá:
1. Samstarf með öldrunarráði
Fyrirlestur verður haldinn af Janusi Guðlaugssyni 20. mars nk. um heilsueflingu fyrir 60+ ára á vegum velferðarnefndar og öldrunarráðs.
2. Sameiginlegur fundur
Fundur með forráðamönnum starfsmanna í smiðjunni, félagsþjónustunni og bæjarstjóra Snæfellsbæjar sem velferðarnefnd kom á fimmtudaginn 14. febrúar sl.
3. Önnur mál
Formaður segir frá skólaþingi Grunnskóla Snæfellsbæjar.