Velferðarnefnd
9. fundur
5. febrúar 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:00.
Fundinn sátu: Gunnhildur, Hafþór, Þórunn, Guðrún og Andri Steinn.
Fundargerð ritaði: Andri Steinn Benediktsson
Dagskrá:
1. Aðgengi að félagsheimilum í Snæfellsbæ
Velferðarnefnd fagnar því að vinna sé hafin við bætt aðgengi í Félagsheimilinu Röst.
2. Brunavarnir eldri borgara í Snæfellsbæ
Slökkviliðsstjóri Snæfellsbæjar mætti í Klif í félagsstarf eldri borgara með kynningu á brunavörnum fyrir heimili og var því vel tekið.
3. Málþing um lífsgæði fatlaðra á Snæfellsnesi
Kynnt er að FSS tóku vel í mál Velferðarnefndar og unnið er að framkvæmd málþings á Snæfellsnesi á þessu ári.
4. Heilsuefling eldri borgara
Velferðarnefnd fagnar framtaki öldrunarráðs við heilsueflingu eldri boragara.
5. Regla á fundum ákveðnir
Lagt var til að fundað yrði einu sinni í mánuði og þá annan mánudag hvers mánaðar kl. 20:00. Tillaga samþykkt samhljóða.