Fréttasafn

Recent Posts / View All Posts

Rannsókn Háskólans á Akureyri um stöðu fjölmenningar

| Fréttir | No Comments
Háskólinn á Akureyri vinnur nú að stórri rannsókn um stöðu innflytjenda og fjölmenningar á Íslandi þar sem Snæfellsbær skipar sérstakan sess sem eitt af samanburðarsveitarfélögunum. Markmið rannsóknarinnar er að fá…

Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju

| Fréttir | No Comments
Söngkonan Guðrún Árný heldur jólatónleika ásamt Skólakór Snæfellsbæjar í Ólafsvíkurkirkju þann 28. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og fæst aðgangur að tónleikum gegn greiðslu miðaverðs upp á 1000.- krónur.…

Jólaþorp í Átthagastofu 1. desember

| Fréttir | No Comments
Menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur í fyrsta sinn fyrir Jólaþorpi í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Jólaþorpið verður haldið laugardaginn 1. desember frá kl. 13 - 17. Að sjálfsögðu verður jólastemming í hávegum höfð með lifandi…

Starfsmaður óskast vegna jólaopnunar í Pakkhúsinu

| Fréttir | No Comments
Snæfellsbær auglýsir eftir starfsmanni yfir jólaopnun Pakkhússins. Starfið er á tímabilinu 1. desember-23. desember. Unnið allar helgar aðventunnar og hverjum degi frá frá 11.-23. desember. Viðkomandi starfsmaður sér um að…

Samsýning listamanna fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar

| Fréttir | No Comments
Listasýningin Nr. 3 Umhverfing á vegum Akademíu skynjunarinnar er fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar. Sýningin er hluti af röð samsýninga sem settar verða upp víða um land á næstu árum. Sams…

Auglýst útboð vegna endurbyggingar á Fróðárheiði

| Fréttir | No Comments
Fyrir síðustu helgi auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Snæfellsbæingar hafa beðið eftir þessari framkvæmd…

Laust starf félagsráðgjafa hjá FSS

| Fréttir | No Comments
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar,…

Kvennafrídagur 24. okt

| Fréttir | No Comments
Snæfellsbær styður konur í að taka sér frí frá störfum frá kl. 14:55 á morgun, miðvikudaginn 24. október, mæta á samstöðufund og taka þátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti.…

Fiskiréttakeppni á Northern Wave kvikmyndahátíðinni

| Fréttir | No Comments
Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu? Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í Frystiklefanum helgina 26.-28. október næstkomandi. Fiskiréttakeppnin…

Kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram um helgina

| Fréttir | No Comments
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í ellefta sinn helgina 26. - 28. október næstkomandi í Frystiklefanum. Á hátíðinni í ár verða sýndar 60 alþjóðlegar stuttmyndir, hvort tveggja rjómi nýrra…

Umsóknir um styrki

| Fréttir | No Comments
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunargerðar Snæfellsbæjar fyrir árið 2019. Því er auglýst eftir umsóknum um styrkveitingu. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um styrki er varða næsta fjárhagsár eru hvattir til…

Akstursstyrkir til íbúa í dreifbýli

| Fréttir | No Comments
Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað vegna aksturs barna til Ólafsvíkur í íþrótta- og tómstundaiðkun. Árlegur akstursstyrkur er 30.000…

Opinn fundur með sjávarútvegsráðherra

| Fréttir | No Comments
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun á næstu tveimur vikum halda tíu opna fundi hringinn í kringum til að ræða nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins…

Sorphirða tefst um einn dag

| Fréttir | No Comments
Sorphirða á Hellissandi og Rifi tefst um einn dag samkvæmt tilkynningu frá Gámaþjónustunni. Áætlað var að rusl skyldi hirt í dag en það verður gert á morgun, miðvikudaginn 10. október.…

Tröppustígur á Saxhól hlaut alþjóðleg verðlaun í Barcelona

| Fréttir | No Comments
Teiknistofan Landslag hlaut nýverið virt alþjóðleg verðlaun í landslagsarkitektúr fyrir hönnun tröppustígs á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Verðlaunin, Rosa Barba Landscape Prize, eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru í…

Blóðbankabíllinn á Snæfellsnesi

| Fréttir | No Comments
Blóðbankabíllinn verður á Snæfellsnesi á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þriðjudaginn 9. október við Kjörbúðina í Grundarfirði frá kl. 12:00 - 17:00. Miðvikudaginn 10. október við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi…

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – framlengdur umsóknarfrestur

| Fréttir | No Comments
Frestur til að sækja um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands hefur verið framlengdur til miðnættis þann 9. október 2018. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að…

Ljósleiðari í Fróðárhrepp/innan Ólafsvíkur

| Fréttir | No Comments
Nú á allt að vera orðið tilbúið fyrir íbúa og fyrirtæki í Fróðárhreppi (innan Ólafsvíkur) til að tengjast ljósleiðaranum. Meðfylgjandi eru leiðbeingar um hver næstu skref eru: Notandi pantar þjónustu…

Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunargerðar

| Fréttir | No Comments
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi að halda opinn íbúafund vegna fjárhagsáætlunargerðar næsts árs. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. október næstkomandi í félagsheimilinu Klifi og hefst hann kl. 20:00. Íbúar…

Laust starf félagsráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

| Fréttir, Laus störf | No Comments
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Staðan er laus frá og með 1. nóvember 2018 eða eftir samkomulagi. Félags- og…

Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna

| Fréttir | No Comments
Þann 2. október næstkomandi er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið í Grunnskóla Snæfellsbæjar um tölvu- og skjánotkun barna. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra og aðra sem koma að málefnum…

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Snæfellsbæ

| Fréttir | No Comments
Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í ráðhúsi Snæfellsbæjar fjórða miðvikudag í hverjum mánuði í allan vetur utan desembermánaðar. Atvinnuráðgjafi SSV í Snæfellsbæ er Margrét Björk Björnsdóttir…

Alheimshreinsun 15. september

| Fréttir | No Comments
Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunardagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi. Landvernd, Blái herinn, Plastlaus…

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

| Fréttir | No Comments
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi…

Heimgreiðslur til foreldra

| Fréttir | No Comments
Snæfellsbær vill minna foreldra ungbarna á að frá árinu 2016 hefur verið hægt að sækja um heimgreiðslur til sveitarfélagsins. Með þeim greiðir Snæfellsbær tiltekna upphæð beint til foreldra barna eftir…

Réttir í Snæfellsbæ haustið 2018

| Fréttir | No Comments
Skv. upplýsingum frá landbúnaðar- og fjallskilanefnd Snæfellsbæjar verður réttað í Snæfellsbæ eins og fram kemur hér að neðan: Réttað verður laugardaginn 15. september 2018:  1) Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæfellsbæ  2)…

Bæjarstjórnarfundur 6. september

| Fréttir | No Comments
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 6. september n.k. Fundurinn hefst kl. 16:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Smella hér til að sjá dagskrá fundar.  

Lýðheilsugöngur í Snæfellsbæ

| Fréttir | No Comments
Snæfellsbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Lýðheilsufélag Íslands. Göngurnar, sem eru fjölskylduvænar og henta öllum aldurshópum, hefjast kl. 18:00 og taka u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangur…

Upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis

| Fréttir | No Comments
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar í félagsheimilinu Breiðabliki fimmtudagskvöldið 30. ágúst kl. 20.30 þar sem fjallað verður um endurheimt votlendis. Rætt verður um málefnið út frá vísindalegri þekkingu, verklegum framkvæmdum,…

Lokanir á vegum 24. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý

| Fréttir | No Comments
Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 23.-25. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi…

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar

| Fréttir | No Comments
Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst. Fer skólasetning fram í sölum starfstöðvanna áður en nemendur hitta umsjónarkennara sína. Foreldrar og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir. Nemendur mæta sem…

Laust starf í leikskólanum Krílakoti

| Fréttir, Laus störf | No Comments
Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til ræstingar í Krílakoti. Um er að ræða 91% starf. Vinnutími frá 8:00 - 15:00. Starfið felur í sér þrif í leikskólanum og þvotta. Starfið…

Heima á Snæfellsnesi 2018

| Fréttir | No Comments
Heima á Snæfellsnesi er nafn viðburða sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur skipulagt og felur í sér að farnar verða þrjár hringleiðir um Snæfellsnes, stoppað á áhugaverðum stöðum og sögur lesnar úr…

Opnunartími sundlaugar um verslunarmannahelgina

| Fréttir | No Comments
Sundlaug Snæfellsbæjar verður opin sem hér segir yfir verslunarmannahelgina. Föstudagur 3. ágúst 7:30 - 21:00 Laugardagur 4. ágúst 10:00 - 17:00 Sunnudagur 5. ágúst 10:00 - 17:00 Mánudagur 6. ágúst…

Útibú sýslumanns lokað vegna sumarleyfa

| Fréttir | No Comments
Útibú sýslumanns Vesturlands við Klettsbúð 4 í Snæfellsbæ verður lokað vegna sumarleyfa frá 7. - 10 ágúst næstkomandi.  

Hönnun á tröppustíg á Saxhóli tilnefnd til verðlauna

| Fréttir | No Comments
Tröppustígurinn á Saxhóli í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hefur hlotið mikið lof síðustu mánuði. Nú hefur teiknistofan Landslag, sem hannaði tröppustíginn fyrir Umhverfisstofnun, verið tilnefnd til virtra verðlauna, Rosa Barba European Landscape, fyrir…

Sumarfrí rútuferða

| Fréttir | No Comments
Áætlaðar rútuferðir á vegum Hópferðabíla Svans Kristófers munu liggja niðri frá 23. júlí til 8. ágúst sökum sumarleyfa.  

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

| Fréttir | No Comments
Ríkisstjórnarfundur var haldinn að Langaholti í Staðarsveit í gær, mánudaginn 16. júlí. Að loknum sumarfundi ríkisstjórnarinnar fundaði ríkisstjórnin með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Á þeim fundi var m.a. farið yfir…

Dagskrá Sandara- og Rifsaragleði 2018

| Fréttir | No Comments
Gleðin verður allsráðandi í Snæfellsbæ um helgina þegar Sandara- og Rifsaragleði verður haldin. Gleðin hefst á fimmtudegi með uppistandi Ara Eldjárns og lýkur á sunnudegi með tónleikum Halldórs Gylfasonar. Á…

Gámaþjónustan lokuð í dag

| Fréttir | No Comments
Starfsstöð Gámaþjónustunnar undir Enni í Ólafsvík er lokuð í dag, 29. júní, vegna veðurs. Opið næst á laugardag frá kl. 11 - 15.  

Umhverfisvottun 2018

| Fréttir | No Comments
Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi hlutu nýverið umhverfisvottun EarthCheck á starfsemi sína í níunda sinn, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála. Að fá alþjóðlega…

Opnun listasýningar í Malarrifsvita

| Fréttir | No Comments
Listasýning Jónínu Guðnadóttur, Ó, dýra líf, opnar í Malarrifsvita föstudaginn 29. júní n.k. og eru allir velkomnir. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12:00 til 16:30 út sumarið. Karlakórinn Heiðbjört…

Skemmtiferðaskip væntanlegt

| Fréttir | No Comments
Skemmtiferðaskipið MS Bremen hefur boðað komu sína til Ólafsvíkur n.k. laugardag, 23. júní. Áætlað er að skipið komi um sjöleytið að morgni og haldi sína leið um hálf tvö. MS…

Ný bæjarstjórn Snæfellsbæjar

| Fréttir | No Comments
Fimmtudaginn 14. júní s.l. tók ný bæjarstjórn formlega við hér í Snæfellsbæ og hélt sinn fyrsta fund.  Tveir nýir bæjarfulltrúar tóku sæti við það tækifæri, þau Auður Kjartansdóttir og Michael…

Hátíðarhöld 17. júní færð inn

| Fréttir | No Comments
Þar sem veðurspá morgundagsins er ekki upp á marga fiska verður hátíðardagskrá 17. júní færð inn í íþróttahús. Landsbankahlaup og HM-keppni verða á sínum stað. Allir geta farið á hestbak…

Sundlaugin lokuð 17. júní

| Fréttir | No Comments
Vakin er athygli á því að sundlaugin í Ólafsvík verður lokuð þann 17. júní. Opnunartími í sumar er að öðrum kosti sem hér segir: Virkir dagar, opið frá 7:30 -…

Skemmtiferðaskip við Ólafsvíkurhöfn

| Fréttir | No Comments
Skemmtiferðaskipið Hanseatic liggur nú fyrir utan Ólafsvík. Er þetta fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu í Ólafsvík í fjöldamörg ár. Hanseatic er fimm stjörnu skemmtiferðaskip sem skráð er á Bahamaeyjum, 123 metrar…

Visit West Iceland á Snapchat

| Fréttir | No Comments
Markaðsstofa Vesturlands er komin á Snapchat og mun láta „snappið“ ganga á milli samstarfsaðila sinna í sumar. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver aðili fær þrjá daga í senn…

Laust starf við heimaþjónustu

| Laus störf | No Comments
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Snæfellsbæ. Um er að ræða þjónustu við heimili í Snæfellsbæ Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS Starfsmaður þarf að…

Völlur Víkinga vígður

| Fréttir | No Comments
Nýi gervigrasvöllurinn í Ólafsvík verður vígður við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 13. júní þegar Leiknismenn frá Reykjavík koma í heimsókn. Dagskrá verður með þeim hætti að kl. 17:30 verður blásið til…

Vinsæl tjaldsvæði

| Fréttir | No Comments
Það er gaman að segja frá því að tjaldsvæði Snæfellsbæjar hafa sennilega aldrei verið vinsælli.  Þegar fjöldi gesta á tjaldsvæðunum í nýliðnum maímánuði var borinn saman við fjölda gesta í…

Sker restaurant opnar

| Fréttir | No Comments
Sker resturant opnaði um síðustu helgi í glæsilegu húsnæði við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Undanfarna mánuði hefur húsnæðið verið tekið í gegn og breytt í veitingastað en áður var Smiðjan…

Jöklarar í brons

| Fréttir | No Comments
Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir ætlar að láta steypa styttuna „Jöklarar“, sem staðsett er í sjómannagarðinum á Hellissandi, í brons. Nú er svo komið að styttan liggur undir skemmdum og nauðsynlegt að…

Fréttamolar frá leikskólanum

| Fréttir | No Comments
Í síðustu viku var opið hús á Kríubóli og um leið var útskriftarathöfn elstu barna leikskólans. Ellefu börn voru í útskriftarhópnum í ár. Þau sungu fyrir gesti, m.a. sungu þau…

Síðasti bæjarstjórnarfundur fráfarandi bæjarstjórnar

| Fréttir | No Comments
Síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórnar fór fram í gær. Kristján Þórðarson hverfur úr bæjarstjórn eftir 16 ára setu og Kristjana Hermannsdóttir eftir 12 ár. Þá hefur Kristjana einnig gengt stöðu forseta…

Vitaverðir óskast í sumar

| Fréttir | No Comments
Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes óska eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér sýningar- og vitavörslu í Malarrifsvita undir Jökli. Í sumar mun listakonan Jónína Guðnadóttir verða…

Snæfellsjökulshlaup 2018

| Viðburðir | No Comments
Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 30. júní n.k. og er þetta er í áttunda skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið hefur fengið mjög góðar viðtökur undanfarin sjö ár og heppnast mjög vel. Ræst…

Sandara- og Rifsaragleði 2018

| Viðburðir | No Comments
Sandara- og Rifsaragleði 2018 fer fram helgina 13. - 15. júlí 2018. ATH: Þetta eru 1. drög að dagskrá hátíðarhaldanna 2018. Engar tímasetningar eru birtar og fastlega má búast við…

Nýja gervigrasið í Ólafsvík

| Fréttir | No Comments
Það má segja að veðráttan hafi ekki leikið við okkur frá áramótum - allavega ekki þegar kom að framkvæmdum við nýja gervigrasvöllinn í Ólafsvík.  Vegna kulda og snjóþunga, og svo…

Vorferð starfsfólks Jaðars

| Fréttir | No Comments
Starfsfólk Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars fór í vorferð miðvikudaginn 30. maí s.l.  Farið var í íshellinn á Langjökli og síðan í náttúrulaugarnar í Kraumu við Deildartunguhver.  Ferðin var frábær í…

Ljósleiðaraframkvæmdir

| Fréttir | No Comments
Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Fróðárhreppi.  Að þeim framkvæmdum loknum mun verða farið aftur suður fyrir heiði á Arnarstapa þar sem lokið verður við þær tengingar sem…

Vinnuskóli Snæfellsbæjar

| Fréttir | No Comments
Vinnuskóli Snæfellsbæjar hefst n.k. mánudag, 4. júní 2018.  Mæting er tímanlega kl. 8.00 í áhaldahús Snæfellsbæjar. Muna að koma klædd eftir veðri.  

Sjómannadagshelgin 2018

| Fréttir | No Comments
Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ á sér merkilega sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert. Áhafnirnar á  á Magnúsi SH, Matthíasi SH, Agli SH og Álfi SH sáu…

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018

| Fréttir | No Comments
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður í Ólafsvík 2. júní n.k. og hlaupið verður frá Sjómannagarðinum kl. 11:00.  Í boði eru tvær vegalengdir, 2,5 km. og 5 km. Ekki þarf að skrá sig…

Nýtt húsnæði Smiðjunnar

| Fréttir | No Comments
Smiðjan opnaði síðastliðinn fimmtudag í nýjum húsakynnum við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Þar verður rekin dagþjónustu- og endurhæfingarstöð FSS fyrir fatlaða og aðra með skerta starfsgetu. Byggðasamlagið, sem rekur félags-…

Sjóstangveiðimót í Ólafsvík

| Fréttir | No Comments
Í gær hófst alþjóðlegt stangveiðimót í Snæfellsbæ á vegum Íslandsdeildar samtaka evrópskra sjóstangveiðimanna (EFSA) og stendur það til 1. júní næstkomandi. Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér…

Hraðhleðslustöð í Snæfellsbæ

| Fréttir | No Comments
Fyrsta hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar á Snæfellsnesi var tekin í notkun í Snæfellsbæ í gær. Það var enginn annar en Þröstur Kristófersson frá Sandi sem renndi nýja tengitvinnbíl sínum í hlað…

Go West nýr þátttakandi í Vakanum

| Fréttir | No Comments
Go West / Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður…

Störf við grunnskólann

| Laus störf | No Comments
Grunnskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi grunnskóli sem hlotið hefur umhverfisvottunina Grænfánann. Í skólanum eru um 250 nemendur og óskar samheldinn og öflugur hópur starfsmanna eftir vinnufélögum. Eftirtalin störf eru laus til…

Framlagning kjörskrár

| Fréttir | No Comments
Kjörskráin liggur frammi til sýnis í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018 til og með föstudeginum 25. maí 2018 á venjulegum opnunartíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang…

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

| Fréttir | No Comments
Þema tónleikanna er „Íslenskt, já takk!“ í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Tónleikarnir eru í dag, fimmtudaginn 17. maí, og hefjast í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir: frjáls framlög.…

Framboðslistar 2018

| Fréttir | No Comments
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 26. maí n.k. rann út síðastliðinn laugardag, 5. maí. Tvö framboð bárust í Snæfellsbæ, D-listi Sjálfstæðismanna og J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. J-listann skipa: Svandís…

Ný heimasíða

| Fréttir | No Comments
Við bjóðum íbúa Snæfellsbæjar velkomna á nýja vefsíðu sveitarfélagsins. Það er von okkar að nýja vefsíðan stuðli að auknu upplýsingaflæði og gegnsærri stjórnsýslu.  Lagt var upp með að einfalda aðgengi…

Nýr vefur um átthagafræði

| Fréttir | No Comments
Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Síðastliðinn föstudag var opnuð ný heimasíða um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér…

Ársreikningur 2017

| Fréttir | No Comments
Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans var tekinn fyrir í fyrri umræðu í bæjarstjórn Snæfellsbæjar í gær, miðvikudaginn 11. apríl 2018. Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt…

Hamingjan er hér

| Fréttir | No Comments
Það er ánægjulegt að segja frá því að samkvæmt rannsókn sem Landlæknisembættið gerði á árunum 2016 - 2017 kom fram að íbúar Snæfellsbæjar séu hamingjusamastir allra íbúa í sveitarfélögum hér…

Fjárveiting til uppbyggingar

| Fréttir | No Comments
Á verkefnaáætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem gefin var út sem stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í lok mars, var áætlað framlag til nokkurra verkefna…

Heilsuvika 2018

| Fréttir | No Comments
Hin árlega heilsuvika Snæfellsbæjar nálgast, hún verður 1. - 8. mars. Við mælum með að áhugasamir fylgist með facebooksíðu Heilsuvikunnar hér: https://www.facebook.com/Heilsuvika-432226960447813/

Fasteignagjöld 2018

| Fréttir | No Comments
Fasteignagjöld 2018 hafa verið lögð á. Meðfylgjandi eru upplýsingar um álagningu ásamt gjaldskrá 2018.   Viðhengi: Auglýsing um álagningu fasteignagjalda 2018 Gjaldskrá fasteignagjalda 2018

Aðalskipulag Snæfellsbæjar
2015 – 2031

| Fréttir | No Comments
Nú er aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 í kynningarferli. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands innan sveitarfélagsins. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir varðandi framtíðarnotkun lands og fyrirkomulags byggðar.…