Vinnuskóli Snæfellsbæjar

Sumarstarfsmenn hafa verið margir en fjöldi þeirra sveiflast talsvert milli ára. Stefnan hefur verið sú að allir unglingar í 7. -10. bekk, með lögheimili í Snæfellsbæ, hafa fengið vinnu í unglingavinnu yfir sumartímann og er engum synjað um vinnu.

Upplýsingar fyrir vinnuskólann sumarið 2019

Vinnuskólinn verður starfræktur í sex vikur, frá 3. júní til 17. júlí.

8. bekkur vinnur í fjórar vikur, frá 3. júní til 3. júlí.
9. og 10. bekkur vinnur í sex vikur, frá 3. júní til 17. júlí.

Einstaklingar fæddir 2002 geta einnig sótt um í vinnuskólanum, og vinna þeir sama tímabil og 9. og 10. bekkur.

8. bekkur vinnur daglega frá kl. 8-12.
9., 10. bekkur og einstaklingar fæddir árið 2002 vinna frá kl. 8-12 og 13-17.

Tímalaun sumarið 2019:

8. bekkur: 1.185.- á klst án orlofs (4 vikur)
9. bekkur: 1.367.- á klst án orlofs (6 vikur)
10. bekkur: 1.495.- á klst án orlofs (6 vikur)

10,17% orlof bætist ofan á tímakaup 14, 15 og 16 ára unglinga.

Frekari upplýsingar um laun unglinga sumarið 2019

10. bekkur þarf að skila skattkorti og greiða í lífeyrissjóð. Lífeyrisiðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

  • Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.
  • Sýna skal flokkstjórum kurteisi.
  • Einelti er ekki liðið.
  • Reykingar eru stranglega bannaðar.
  • Notkun GSM-síma, og annarra snjalltækja, er bönnuð, enda tekur bærinn enga ábyrgð á slíkum tækjum.
  • Öll forföll þarf að tilkynna til verkstjóra.
  • Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en Vinnuskólinn leggur til öryggisvesti.
  • Ætlast er til að krakkarnir mæti með nesti (ekki leyfilegt að fara af vinnustað í pásum).
  • Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.

Skrifstofa vinnuskólans er hjá Tæknideild Snæfellsbæjar eða í síma 433-6900. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér.

Atvinna