
Lokið var við byggingu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Ólafsvík árið 1986 og það vígt og tekið í notkun það sama ár. Byggingin er á tveimur hæðum, alls sex íbúðir auk sameiginlegs rýmis, matsalar og aðstöðu starfsmanna. Vegna mikillar eftirspurnar var einni íbúðinni fljótlega breytt í þrjú einstaklingsherbergi.
Í ágústmánuði 2010 var tekin í notkun um 1100 fermetra viðbygging Jaðars en það er hjúkrunarálma á tveimur hæðum, alls 12 rúmlega 34 fermetra herbergi auk stórbættrar aðstöðu starfsmanna, matar- og samkomusalar. Viðbygging Jaðar snýr í austur í átt að hafnarsvæðinu og þaðan er fallegt útsýni enda húsið þannig hannað að útsýni og birta fái notið sýn. Húsið fellur vel að nánasta umhverfi sínu og setur sterkan svip á miðbæ Ólafsvíkur.
Allt frá vígslu heimilisins hafa heimilinu borist margar gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum í bæjarfélaginu. Íbúarnir sýna starfsemi hússins mikinn hlýhug og stuðning við ýmis tilefni.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar
- Um Jaðar
- Saga Jaðars
- Stjórn Jaðars
- Umsókn um dvöl
- Minningarsjóður