Umsókn um dvöl á Jaðri

Sé óskað eftir dvöl á heimilinu, hvort sem um er að ræða hjúkrunar-, dvalar- eða hvíldarrými, þarf að sækja um færni- og heilsumat.

Umsókn um færni- og heilsumat má finna á vef landlæknisembættis. Umsóknina skal senda til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Nánari upplýsingar um matið má finna á vef landlæknisembættis. Niðurstaða úr matinu er svo kynnt umsækjanda skriflega og þá fer nafn viðkomandi inn á biðlista heimilisins þar sem úthlutað er lausum rýmum í samræmi við þörf.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar