Snæfellsbær hefur nokkrar leiguíbúðir til umráða, en til að sækja um íbúð þarf að fylla út þar til gert eyðublað og skila inn í Ráðhús Snæfellsbæjar. Íbúðirnar eru staðsettar bæði í Ólafsvík og á Hellissandi. Ágætt væri að ráðfæra sig við húsnæðisfulltrúa áður en sótt er um leiguíbúð til að ganga úr skugga um að einhverjar íbúðir séu lausar.