Hundahald í Snæfellsbæ

Hundahald er heimilað í þéttbýli Snæfellsbæjar að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykkt um hunda- og kattahald frá 2012. Nauðsynlegt er að fylgja samþykkt og bent er á að hundar mega aldrei vera lausir í þéttbýli og ber hundaeiganda skylda til að gæta þess vel að hundur hans valdi hvorki hættu eða óþægindum, né raski ró manna.

Hvernig er sótt um?

Sækja þarf um leyfi með því að fylla út umsóknareyðublað og skila í Ráðhús Snæfellsbæjar á Hellissandi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Vottorð ef umsækjandi hefur sótt námskeið um hundahald.
  • Góð litmynd af hundinum (hægt að senda í tölvupósti á harpa@snb.is)
  • Skriflegt samþykki allra eigenda í fjöleignarhúsi þar sem eitthvert húsrými er sameiginlegt.
  • Vottorð um síðustu ormahreinsun.
  • Greiðsla leyfisgjalds.

Hvað kostar þjónustan?

Sjá gjaldskrá. Leyfisgjald vegna hundaleyfis greiðist einu sinni á ári og byggist á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

„Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá um innheimtu gjalda skv. 1. mgr. að fenginni umsögn hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar. Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum.”

Afskráning hunda

Athugið að tilkynna þarf ef afskrá þarf hund. Er það gert með því að hafa samband við Ráðhús Snæfellsbæjar. Sé það ekki gert verða hundaeigendur rukkaðir áfram skv. gjaldskrá. 

Óskráðir hundar

Óheimilt er að halda hund í þéttbýli sé hann ekki skráður. Eigendur óskráðra hunda eru vinsamlegast beðnir að skrá þá við fyrsta tækifæri. Eyðublað má finna hér að neðan.

Dýraeftirlitsmaður

Anton Ingólfsson, s. 868-8154.

 

Til upplýsingar: