Lýsuhólslaug/Lýsulaugar eru staðsettar við Grunnskólann á Lýsuhóli í Staðarsveit. Vatnið í lauginni er náttúrulegt, heitt ölkelduvatn beint úr jörðu sem sveiflast frá því að vera 24 – 35 °C. Vatnið er mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi. Engum efnum, svo sem klór, er blandað í vatnið.
Til upplýsingar:
Opnunartími:
Lýsulaugar eru opnar alla daga frá 11:00 – 20:30 yfir sumartímann.
Sími: 433 – 9917
Netfang: lysuholslaug@gmail.com
Lýsulaugar eru á Facebook.