Strætóferðir

Strætó bs. skipuleggur strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni fyrir hin ýmsu landsbyggðasamtök. Allur akstur Strætó á landsbyggðinni og allur akstur í ferðaþjónustu fatlaðra er í höndum verktaka. Á Vesturlandi er það í höndum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að reka áætlunarferðir Strætó bs. í landshlutanum.

Farmiðaspjöld með 20 miðum eru seld í afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Einnig er hægt að nálgast farmiðaspjöld í ráðhúsinu á opnunartíma. 

Við bendum á vefsíðu Strætó fyrir frekari upplýsingar – vefsíða Strætó.

Samgöngur