Fjölbrautarskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði og starfar eftir nýstárlegu námsfyrirkomulagi þar sem námsrýmin eru opin og allt nám er skipulagt með aðstoð kennslukerfisins „Moodle“.
Frá stofnun skólans, árið 2004, hefur hann verið leiðandi í breyttum kennsluháttum með því að nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi. Allt skipulag skólans tekur mið af því. Meginmarkmið breyttra kennsluhátta er að gera nám nemenda skilvirkara og að þeir nái betri tökum á námi sínu. Upplýsingatæknin er nýtt á fjölbreyttan hátt og fléttast inn í flesta þætti skólastarfsins. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og er hugmyndafræði leiðsagnarmats haft til grundvallar öllu námsmati. Hún byggir á því að nemandinn er metinn reglulega með uppbyggjandi hætti. Í einstaka áföngum eru lokapróf.
Til upplýsingar
Skólastjóri er Hrafnhildur Hallvarðsdóttir.
Hægt er að senda henni tölvupóst með því að smella hér.
Símanúmer: 430 – 8400
Netfang: fsn@fsn.is
Skólar
- Leikskóli
- Grunnskóli
- Fjölbrautaskóli
- Tónlistarskóli