Grunnskóli Snæfellsbæjar

Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður 1. ágúst árið 2004 við sameiningu Grunnskólans í Ólafsvík og Grunnskólans á Hellissandi. Nemendum 1.-4. bekkjar er þannig kennt á Hellissandi og nemendum 5.-10. bekkjar í Ólafsvík.

Ári síðar sameinaðist Lýsuhólsskóli einnig undir hatt Grunnskóla Snæfellsbæjar, en vegna landfræðilegra og félagslegra aðstæðna er þar áfram rekinn heildstæður grunnskóli 1. – 10. bekkjar með sameiginlegri yfirstjórn, fjársýslu og almennu samráði. 

Skólinn er þátttakandi í umhverfisverkefni Landverndar „Grænfáninn“. Starfsstöðvarnar í Ólafsvík og á Hellissandi fengu Grænfánann vorið 2008. Lýsuhólsskóli fékk Grænfánann fyrst 2003 og flaggar nú fánanum í fjórða sinn.

Til upplýsingar

Skólastjóri er Hilmar Már Arason.
Hægt er að senda honum tölvupóst með því að smella hér. 

Símanúmer: 433 – 9900.
Netfang: gs@gsnb.is

Heimasíða grunnskólans

Facebook