Leikskóli Snæfellsbæjar

Leikskóli Snæfellsbæjar er rekinn samkvæmt lögum um leikskóla nr.90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr.665/2009. Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins á aldrinum 2-6 ára, sem styður foreldra við uppeldi og menntun barna sinna. 

Leikskóli Snæfellsbæjar hefur tvær starfsstöðvar, Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellisandi, og velja foreldrar hvor starfstöðin henti þeim. Á leikskólanum er 101 pláss og eru tvær deildir á Kríubóli og þrjár á Krílakoti.

Til upplýsingar

Leikskólastjóri er Hermína Kristín Lárusdóttir.
Hægt er að senda henni tölvupóst með því að smella hér. 

Símanúmer í Ólafsvík: 433 – 6925.
Símanúmer á Hellissandi: 433 – 6926.

Heimasíða leikskólans