Sorphirða

Almennt sorp í Snæfellsbæ er hirt u.þ.b. tvisvar í mánuði og er endurvinnslutunnan tæmd á sama tíma. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að flokka allt rusl.

Terra (áður Gámaþjónusta Vesturlands) sér um sorphirðu í sveitarfélaginu. Á heimasíðu Terra má finna helstu upplýsingar eins og sorphirðudagatal, opnunartíma á móttökustöðvum og verðskrá.

Starfsstöð Terra í Snæfellsbæ er við Ennisbraut 38 í Ólafsvík og er opin sem hér segir: 

Þriðjudagar frá kl. 15:00 – 18:00
Fimmtudaga frá kl. 15:00 – 18:00
Laugardaga frá kl. 11:00 – 15:00

Til upplýsingar:

Umhverfi