Félagsheimili

Sími: 433 6900

Í Snæfellsbæ eru þrjú félagsheimili og frekari upplýsingar um hvert þeirra er að finna hér að neðan.

Félagsheimilin er hægt að leigja fyrir viðburði og veislur. Hér má finna gjaldskrá vegna leigu á félagsheimilunum.

Félagsheimilið Klif

Félagsheimilið Klif er eitt glæsilegasta félagsheimili landsins. Húsið býður upp á fjölmarga möguleika fyrir hin ýmsu tilefni s.s. ráðstefnur, ættarmót, leiksýningar, tónleika, dansleiki og fleira. Í félagsheimilinu er kvikmyndasýningarvél.

Í Klifi eru fjórir salir:

  • Stór salur með sviði.
  • Lítill kaffi salur sem hægt er að samnýta með stóra salnum.
  • Hliðarsalur sem er t.d. upplagður fyrir funda- og félagastarfsemi.
  • Meðalstór salur á efri hæð aðskilinn hinum en þar er einnig aðstaða fyrir lifandi tónlist. Öllum sölum fylgir bar.

Umsjónarmaður:

Guðrún Þórðardóttir
Sími: 847 7850

Félagsheimilið Röst

Félagsheimilið Röst er lítið, fallegt félagsheimili staðsett í hjarta Hellissands. Húsið hentar vel fyrir árshátíðir, veislur, tónleika og aðrar samkomur.

Í Röstinni eru tveir salir:

  • Stór salur með sviði.
  • Minni salur sem hægt er að samnýta með stóra salnum eða halda fundi eða minni veislur.

Umsjónarmaður:

Guðrún Þórðardóttir
Sími: 847 7850

Félagsheimilið á Lýsuhóli

Félagsheimilið á Lýsuhóli er lítið og huggulegt og stendur samfast Lýsuhólsskóla.

Í félagsheimilinu eru tveir salir:

  • Stór salur með sviði, sem einnig er notaður sem íþróttasalur.
  • Minni salur sem er hægt er að nota til fundarhalda eða fyrir minni samkomur.

Umsjónarmaður:

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Sími: 896 4574

Getum við bætt efni þessarar síðu?