Saxhóll

Tröppustígurinn upp á Saxhól hlaut hin alþjóðlegu Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona í september 2018.

Saxhóll er 40 metra hár, formfagur gígur innan marka Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt veginum og aðgengi að honum gott. Tröppur hafa verið lagðar upp á toppinn þannig að auðvelt er að ganga upp og njóti útsýnisins. Bílastæði eru við gíginn.

Hólarnir eru í raun tveir, Stóri-Saxhóll og Litli-Saxhóll. Þriðji hóllinn er úti í hrauninu suðvestur af bæjarrústunum og heitir hann Sauðhóll. Voru þar beitarhús og er hellir austan í hólnum. Saxhóll var bær sem farinn er í eyði fyrir löngu. Þar var kirkja nær allan tíma forns siðar í landinu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?