Ungmennafélag Staðarsveitar

Ungmennafélag Staðarsveitar var stofnað árið 1912 og starfar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meðlimir eru íbúar Staðarsveitar og Breiðuvíkur en starfsemin hefur verið í blóma í rúma öld. Markmið félagsins er að viðhalda hinum sanna ungmennafélagsanda og hvetja fólk til að rækta líkama og sál.

Ungmennafélagið hefur frá stofnun stutt við íþróttastarf á sunnanverðu Snæfellsnesi. Frá upphafi hafa frjálsar íþróttir, sund og fótbolti átt stóran þátt í starfinu og á síðustu árum hefur starfið orðið enn fjölbreyttara og vatnasund, gönguferðir og ýmis konar skemmtanir fyrir alla aldurshópa fallið undir starfsemi félagsins.

Ungmennafélagið lætur til sín taka á mörgum sviðum og er starfið líflegt.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?