Dýrahald

Sími: 868 8154

Dýraeftirlitsmaður Snæfellsbæjar er Anton Ingólfsson. Hægt er að hafa samband við hann í ofangreint símanúmer.

Í Snæfellsbæ er bæði hunda- og kattahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem segir til í samþykkt bæjarins um hunda- og kattahald.

Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hunda- og kattahaldi og greiða gjald fyrir skráningu og árgjald. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við málaflokkinn.

Dýraeftirlitsmaður Snæfellsbæjer er Anton Ingólfsson, annast hann daglegt eftirlit með gæludýrahaldi í Snæfellsbæ í samræmi við samþykktir um hunda- og kattahald.

Hundahald

Sækja þarf um leyfi með því að fylla út umsóknareyðublað og skila í Ráðhús Snæfellsbæjar á Hellissandi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Vottorð ef umsækjandi hefur sótt námskeið um hundahald.
  • Góð litmynd af hundinum.
  • Skriflegt samþykki allra eigenda í fjöleignarhúsi þar sem eitthvert húsrými er sameiginlegt.
  • Vottorð um síðustu ormahreinsun.
  • Greiðsla leyfisgjalds.

Kattahald

Sækja þarf um leyfi með því að fylla út umsóknareyðublað og skila í Ráðhús Snæfellsbæjar á Hellissandi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Vottorð frá dýralækni um einstaklingsmerkingu.
  • Góð litmynd af kettinum.
  • Skriflegt samþykki allra eigenda í fjöleignarhúsi þar sem eitthvert húsrými er sameiginlegt.
  • Vottorð um síðustu ormahreinsun.
  • Greiðsla leyfisgjalds. 

Gjaldskrá

Leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds greiðist einu sinni á ári og byggist á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá um innheimtu gjalda skv. 1. mgr. að fenginni umsögn hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar. Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum.

Hér má nálgast gildandi gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds.

Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?