Íþróttahús

Engihlíð 1, Ólafsvík
Sími: 433 - 9912

Íþróttahús Snæfellsbæjar er glæsileg bygging við gervigrasvöll, skólalóð og sundlaug.

Íþróttahúsið var vígt laugardaginn 16. desember árið 2000. Byggingin er öll hin glæsilegasta, formið er látlaust og var lögð áhersla á að láta það falla vel inn í umhverfið og nýta halla í lóðinni. Húsið er 2.320 fermetrar eða 16.600 rúmmetrar og sæti eru fyrir u.þ.b. 450 áhorfendur.

Löglegir keppnisvellir eru fyrir handbolta, blak, körfubolta og badminton. Æfingavellir eru nokkrir fyrir þessar greinar auk góðrar aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, þ. á m. stangarstökk. Gott aðgengi er fyrir fatlaða og lyfta milli hæða. Tveir fjölnotasalir eru í húsinu sem nýtast undir hina ýmsu starfsemi.

Í fordyrinu er dagsbirtan nýtt til hins ýtrasta og henni leyft að leika um óhindrað með skilrúmum og veggjum úr gleri.

Verktakafyrirtækið Skipavík hf. í Stykkishólmi byggði húsið, arkitektastofan Gláma/Kím sá um hönnun en verkfræðihönnun var í höndum Fjarhitunar hf. Rafmagnshönnun annaðist Raftákn hf. á Akureyri.

Til upplýsingar:

Íþróttahús Snæfellsbæjar er við Engihlíð 1 í Ólafsvík
Sími: 433 – 9912

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar er forstöðumaður íþróttahúss.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Kristfríður Rós Stefánsdóttir.
Hægt er að senda henni tölvupóst með því að smella hér.

Getum við bætt efni þessarar síðu?