Vinnustaðurinn

Sími: 433 6900

Starfsemi bæjarins býður upp á mörg fjölbreytt og skemmtileg störf og starfa þegar allt er talið um 250 einstaklingar í mismunandi stöðugildum hjá sveitarfélaginu.

Vinnustaðir bæjarins eru margir og misfjölmennir. Leikskólar, grunnskóli, tónlistarskóli, félagsstarf eldri borgara, félagsmiðstöð ungmenna, liðveisla fatlaðra og íþróttamannvirki eru þar á meðal. Stjórnsýslan fer fram í Ráðhúsinu við Klettsbúð 4 á Hellissandi.

Sumarstarfsmenn hafa verið margir en fjöldi þeirra sveiflast talsvert milli ára. Stefnan hefur verið sú að allir unglingar í 7. - 10. bekk sem vilja hafa fengið vinnu í unglingavinnunni á sumrin. Jafnframt hafa unglingar eldri en 16 ára verið í sumarvinnu í garðyrkju og í áhaldahúsi.

Öll laus störf eru auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins, í bæjarblaðinu Jökli og á Alfreð. Umsóknir fara í gegnum ráðningavef Snæfellsbæjar, hvar einnig má sjá yfirlit yfir laus störf hverju sinni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?