Áhaldahús

Norðurtangi, Ólafsvík
Sími: 433 6920

Áhaldahús Snæfellsbæjar kemur að ýmsum málum á vegum bæjarfélagsins. Verkefni þess eru m.a. að annast viðhald gatna og samgangnakerfis bæjarins:

  • Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun gatna
  • Hálkuvarnir
  • Viðhald gatna og gangstétta
  • Viðhald og viðgerðir á bundnu slitlagi
  • Viðgerðir og endurnýjun gangstétta og gangstíga
  • Rekstur og viðhald umferðarmerkinga

Gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirða opinna svæða bæjarfélagsins eru að einhverju leiti unnin af verktökum, en starfsmenn áhaldahússins hafa eftirlit með þeirri vinnu.

Áhaldahúsið sér einnig um viðhald á veitum bæjarins, þ.e. vatnsveitu og fráveitu.

Áhaldahúsið, ásamt umsjónarmanni fasteigna, þjónustar stofnanir sveitarfélagsins eftir því sem tök leyfa, og jafnframt um viðhald og viðgerðir á fasteignum á vegum bæjarfélagsins.

Áhaldahús Snæfellsbæjar er staðsett við Norðurtanga í Ólafsvík.
Sími: 433-6920
Farsími: 894-3492

Getum við bætt efni þessarar síðu?