Svæðisgarðurinn Snæfellsnes

Sími: 848 6272

Svæðisgarðurinn var stofnaður árið 2014 af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og félögum sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu. 

Svæðisgarðurinn er fyrsti og eini starfandi svæðisgarður á Íslandi. Hugmyndin á sér evrópska fyrirmynd og er svæðisgarður skilgreindur sem fjölþætt samstarf sveitarfélaga, fyrirtækja, félaga og samtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild. Samstarfið byggist á sameiginlegri sýn um sérstöðu svæðisins og samtakamætti við hagnýtingu sérstöðunnar og verndun hennar.

Tilgangur Snæfellinga með stofnun svæðisgarðs er að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífskjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.


Ragnhildur Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins. Netfangið hjá henni er ragnhildur@snaefellsnes.is.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?