Svöðufoss

Svöðufoss er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Svöðufoss er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Snæfellsjökull trónir í bakgrunni fossins.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Svöðufoss undanfarin ár og er gott aðgengi að fossinum fyrir alla. Gott bílastæði tekur á móti gestum, bekkir til að njóta útsýnis á miðri leið, göngubrú yfir Laxá á Breið (Hólmkelsá) og fallegur útsýnispallur við fossinn.

Gangan frá bílastæðinu að fossinum tekur um 30 mínútur.

Getum við bætt efni þessarar síðu?