Ólafsvíkurrétt
Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur að öllum líkindum verið notuð og bætt við hana dilkum eftir þörfum, frá upphafi byggðar í Ólafsvík. Eitthvað um 1960 var hún lögð af.
Áhugahópur um gömlu réttina var stofnaður 29. ágúst 2014 undir forystu Guðrúnar Tryggvadóttur.
Hleðslumeistari var Ari Óskar Jóhannesson.
Vakin er athygli á Facebook-síðu sem áhugahópurinn heldur úti. Síðuna er hægt að finna undir nafninu Ólafsvíkurrétt, eða með því að smella á feitletraða textann. Þar er hægt að skoða fjölda ljósmynda frá endurhleðslu réttarinnar.
Hér að neðan má sjá teikningu af skiptingu dilka um það leyti sem réttin var aflögð. Félagar úr Rótarý klúbbi Ólafsvíkur fengu Ingólf Gíslason til að rissa upp og skrásetja hverjir hafi verið skráðir fyrir dilkunum.
Ljósmyndir
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Lydía Rafnsdóttir.
Nánar: