Sorphirða
Ennisbraut 38, Ólafsvík
Sími: 456 4166
Við bendum á heimasíðu Kubbs fyrir nánari upplýsingar.
Í Snæfellsbæ er þriggja tunnu kerfi fyrir fjóra flokka af sorpi, þar sem ein tunnan hefur auka hólf.
- Almenn tunna: Almennt sorp er fyrir blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna.
- Matarleifar: Hólf undir matarleifar er í almennu tunnu fyrir matarafganga, kaffikorg, eggjaskurn o.s.frv. Allt sorp sem fer í hólf undir matarleifar skal vera í bréfpoka.
- Pappi og pappír: Í þessa tunnu má setja pappa og pappír, fernur og bylgjupappa.
- Plast: Í þessa tunnu má setja plastflöskur, plastumbúðir, plastpoka og plastfilmur.
Flokkunarleiðbeiningar
- Flokkunarleiðbeiningar á ensku (Sorting instructions)
- Flokkunarleiðbeiningar á pólsku (Instrukcja segregacji)
Þjónustuaðili sorps í Snæfellsbæ
Kubbur sér um sorphirðu í sveitarfélaginu. Á heimasíðu Kubbs má finna helstu upplýsingar eins og sorphirðudagatal, opnunartíma á móttökustöð og verðskrá.
Móttökustöð Kubbs í Snæfellsbæ er við Ennisbraut 38 í Ólafsvík og er opin sem hér segir:
Þriðjudagar frá kl. 15:00 – 18:00
Fimmtudaga frá kl. 15:00 – 18:00
Laugardaga frá kl. 11:00 – 15:00
Nánar: