Deiliskipulag

Klettsbúð 4
Sími: 433 6900

Fyrirspurnir um gildandi deiliskipulag berist Tæknideild Snæfellsbæjar.

Deiliskipulag er gert fyrir einstök hverfi, bæjarhluta eða reiti innan ramma aðalskipulags. Í deiliskipulagi er gerð nánari grein fyrir notkun lands, tilhögun gatna, íbúðarhúsa, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða, útivistarsvæða og annars er þurfa þykir. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Deiliskipulag skal gera fyrir einstök svæði eða reiti og skal jafnan miðað við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu.

Snæfellsbær nýtir sér skipulagssjá Skipulagsstofnunar þar sem sjá má hvaða deiliskipulög eru í gildi í sveitarfélaginu og hægt er að ná í uppdrætti og greinargerðir með einum smelli.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?