Frístundastyrkur

Snæfellsbær styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna til 20 ára aldurs um 33.000 krónur á ári.

Snæfellsbær styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna til 20 ára aldurs um 33.000 krónur á ári.

Snæfellsbær veitir styrk til allra barna og ungmenna í sveitarfélaginu til niðurgreiðslu þátttökugjalda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga sem stunda íþróttir hjá Ungmennafélaginu Víking/Reyni ganga frá skráningu og nýta frístundastyrk í Sportabler-kerfinu sem ungmennafélagið notar.

Þeir sem vilja nýta styrkinn hjá öðrum félögum eða vegna náms í tónlistarskóla er bent á að óska eftir endurgreiðslu sem nemur upphæð frístundastyrks eftir að gjöld hafa verið greidd. Sótt er um endurgreiðslu til bæjarritara á netfanginu lilja@snb.is. Athugið að kvittun vegna greiðslu verður að fylgja umsókn.

Getum við bætt efni þessarar síðu?