Heimgreiðslur
Klettsbúð 4
Sími: 433 - 6900
Snæfellsbær greiðir heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna barna frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær innritun á leikskóla Snæfellsbæjar.
Hámarksupphæð vegna 8 klukkustunda gæslu er kr. 46.500.- á mánuði fyrir hvert barn.
Skilyrði fyrir heimgreiðslum:
- Heimgreiðslur eru háðar því að barn og foreldrar/forráðamenn séu með lögheimili og aðsetur í Snæfellsbæ.
- Umsókn um leikskólapláss í Snæfellsbæ liggur fyrir, staðfest af leikskólastjóra.
- Heimgreiðslur standa þeim eingöngu til boða sem ekki hafa fengið vistun fyrir barn sitt hjá dagforeldri með starfsleyfi eða í leikskóla.
- Hægt er að sækja um heimgreiðslur þegar barn hefur náð 12 mánaða aldri, eða þegar fæðingar- og foreldraorlofi lýkur.
- Heimgreiðslur falla niður þegar barn verður átján mánaða gamalt eða þegar það fær inngöngu í leikskóla í Snæfellsbæ.
Athugið að sækja þarf um heimgreiðslur í þjónustugátt Snæfellsbæjar.
Umsóknartímabilið er frá 20. til 19. hvers mánaðar og þarf umsókn því að hafa borist fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla berist í upphafi næsta mánaðar.
Nánar: