Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Hafnargötu 5, Stykkishólmur
Sími: 433 8114

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hefur aðsetur í Norska húsinu í Stykkishólmi. Húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi reist fyrir Árna Ó. Thorlacius. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832. Húsið er friðað.

Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi.

Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.


Getum við bætt efni þessarar síðu?