Laus störf

Velkomin á ráðningarvef Snæfellsbæjar.

Snæfellsbær er fjölskylduvænn bær í náttúruparadís á Snæfellsnesi. Hjá sveitarfélaginu starfa á annað hundrað manns að margvíslegum verkefnum og býður starfsemi bæjarins upp á fjölbreytt og skemmtileg störf. 

Í anda jafnréttisstefnu okkar hvetjum við öll þau sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um auglýst störf hjá Snæfellsbæ, óháð kyni.

Meðferð atvinnuumsókna hjá Snæfellsbæ:

  • Öll störf hjá Snæfellsbæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
  • Allar umsóknir um störf hjá Snæfellsbæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti.
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.

Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.

Dvalarheimilið Jaðar
Starfsheiti Umsóknarfrestur
Afleysingar á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Jaðri 01.09.2025
Sumarstörf
Starfsheiti Umsóknarfrestur
Sumarafleysingar á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Jaðri 31.03.2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?