Jólatónleikar Snæfellsbæjar
28. nóvember
20:00
Ólafsvíkurkirkja
Snæfellsbær heldur sína árvissu jólatónleika fimmtudaginn 28. nóvember í Ólafsvíkurkirkju.
Sigríði Thorlacius þarf vart að kynna en hún hefur lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins. Henni til halds og trausts verða Ómar Guðjónsson og Ásgeir Aðalsteinsson úr hljómveitinni Lón og söngkonan Rakel Sigurðardóttir.
Hljómsveitin flytur lög af plötunni Fimm mínútur í jól ásamt öðrum vel völdum jólaperlum.
Skólakór Snæfellsbæjar stígur á svið og syngur tvö lög með hljómsveitinni.
Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðaverð kr. 4000.- og fer miðasala fram í Ráðhúsi Snæfellsbæjar á opnunartíma.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur að tónleikunum.