Snæfellsjökulshlaupið 2025
21. júní
12:00
Snæfellsbær
Hlaupaleiðin er um 22 km og er stór hluti hennar malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 – 750 m hækkun. Eftir það fer hlaupaleiðin að lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa kljást við snjó og drullu frá 1 km til 7 km af leiðinni, það eftir því hvað veturinn hefur verið snjóþungur. Hlauparar fá á leiðinni að upplifa einstaka náttúrufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir.