Bæjarráð

296. fundur 15. maí 2018 kl. 16:30 - 17:05 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Kristjana Hermannsdóttir
  • Júníana B. Óttarsdóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

1. Bréf frá sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 7. maí 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Sindra Hrafns Friðþjófssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili að Háarifi 3 í Rifi, Snæfellbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Sindra Rafns Friðþjófssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili, að Háarifi 3 í Rifi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

2. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí, 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Viator ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús að Kjarvalströð 13 á Hellnum, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Viator ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 13 á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

3. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí, 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Viator ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús að Kjarvalströð 7 á Hellnum, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Viator ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II,frístundahús, að Kjarvalströð 17 á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

4. Bréf frá Heimi Þór Ívarssyni, dags. 7. maí 2018, varðandi umsókn um styrk vegna garðveggjar við Fossabrekku 4 í Ólafsvík.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að athuga hvernig málum er háttað áður en ákvörðun verður tekin.

 

5. Bréf frá Eggert Bjarnasyni og Helen Billington, dags. 23. apríl 2018, varðandi ósk um skólavist utan lögheimilis.

Sjá trúnaðarmálabók.

 

6. Bréf frá Félagi eldri borgara, dags. 3. maí 2018, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu i Klifi vegna jólabasars þann 25. nóvember 2018.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingu á húsaleigu félagsheimilanna. Bæjarráð tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 
 

7. Umsóknir um hundaleyfi:

a) Helgi Már Bjarnason sækir um að fá að halda hundinn Dropa.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samhljóða.

b) Kári Viðarsson sækir um að fá að halda hundinn Snáða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samhljóða.

 

8. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 2. maí 2018, varðandi Kólumbusarbryggju 1.

Lagt fram til kynningar.

 

9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 10. apríl 2018, varðandi ósk um að fá að afskrifa opinber gjöld. Lagt fram á fundinum.

a) Afskriftarbeiðni nr. 207802131037376.
Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða. Sjá trúnaðarmálabók.

b) Afskriftarbeiðni nr. 201803061057357
Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða. Sjá trúnaðarmálabók.

c) Afskriftarbeiðni nr. 201803121206116
Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða. Sjá trúnaðarmálabók.

d) Afskriftarbeiðni nr. 201803131144578
Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða. Sjá trúnaðarmálabók.

 

10. Kjörskrá fyrir sveitastjórnarkosningar þann 26. maí 2018.

Bæjarráð samþykkti samhljóða framlagðan kjörskrárstofn. Á kjörskrá eru 1133 einstaklingar. 361 í Hellissands- og Rifskjördeild, 668 í Ólafsvíkurkjördeild og 104 í Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild.

Ennfremur samþykkti bæjarráð samhljóða eftirfarandi bókun:

„Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitastjórnakosninga 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitastjórna.“

 

11. Minnispunktar bæjarstjóra.

  1. Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdir við Ólafsvíkurvöll ganga vel.
  2. Snæfellsbæ var að taka í notkun nýja heimasíðu á slóðinni snb.is
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?