Bæjarráð

297. fundur 28. júní 2018 kl. 12:00 - 12:48 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 13. lið erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar. Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Fundargerð 164. fundar menningarnefndar, dags. 14. júní 2018.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
 

2. Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 28. maí 2018.

Lagt fram til kynningar.

 
 

3. Bréf frá Lárusi Skúla Guðmundssyni, dags. 18. júní 2018, varðandi lóðarleigusamninga.

Bæjarráð vísar til svarbréfs til Lárusar, dags. 8. júní 2018, þar sem fram kemur að það séu lóðarhafar sem þinglýsi lóðarleigusamningum og að Snæfellsbær hafi ekki gögn um það hvaða samningum hefur verið þinglýst og hverjum ekki. Snæfellsbær hefur því ekki forsendur til að svara því hversu margir lóðarleigusamningar eru þinglýstir í Snæfellsbæ.

 
 

4. Bréf frá Ólínu Gunnlaugsdóttur, dags. 19. júní 2018, varðandi lóðamál á Arnarstapa.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

5. Bréf frá knattspyrnudeild Víkings Ó., dags. 26. júní 2018, varðandi vallarmál í Snæfellsbæ.

Júníana vék af fundi undir þessum lið og Fríða tók við stjórn fundarins.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita styrk vegna vallarmála á Reynisvelli og Ólafsvíkurvelli að upphæð kr. 3.000.000.-

Júníana kom aftur inn á fund og tók við stjórn fundarins.

 
 

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 8. júní 2018, varðandi ósk um umsókn bæjarstjórnar um umsókn Jarl veitingar ehf. um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús að Gufuskálum, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Jarl veitingar ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, kaffihús, að Gufuskálum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. Bæjarráð gerir fyrirvara um að enginn sorpsamningur fylgir umsókn og fer fram á það að leyfi verði ekki gefið fyrr en hann hefur borist.

 

7. Bréf frá Íslenskri orkumiðlun ehf., dags. 4. júní 2018, varðandi fyrirspurn um raforkukaup.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu.

 
 

8. Áskorun bæjarstjórnar Akraness til Reykjavíkurborgar um tafarlausan undirbúning að lagningu Sundabrautar.

Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktun bæjarstjórnar Akraness.

 
 

9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. júní 2018, varðandi öldungaráð.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að semja erindisbréf fyrir öldungaráð og mun bæjarstjórn skipa í þá nefnd þegar erindisbréfið hefur verið samþykkt, en eigi síðar en á fundi sínum í september.

 
 

10. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 5. júní 2018, varðandi eftirfylgni með úttekt á leikskóla Snæfellsbæjar, ásamt svarbréfi leikskólastjóra.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Erindisbréf velferðarnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

 
 

12. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

 

13. Erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

 

14. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá fundi með heilbrigðisráðherra í síðustu viku varðandi málefni Jaðars.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að félagsmálaráðherra hafi komið í heimsókn hingað í gær.
  • Ljósleiðaraframkvæmdum í dreifbýlinu er nú lokið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?