Bæjarráð

298. fundur 12. júní 2018 kl. 12:00 - 12:50 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 9. lið fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. júlí 2018. Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. júní 2018.

Lagt fram til kynningar.

2. Þakkarbréf stjórnar HSH til bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fyrir veittan stuðnin á undanförnum árum.

Bæjarráð þakkar bréfið.

3. Bréf frá Grundarfjarðarbæ, dags. 28. júní 2018, varðandi aðalskipulagstillögu.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 22. júní 2018, varðandi eftirfylgni með úttekt á leikskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarráð metur það þannig að leikskólanum hafi tekist vel til í umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar.

5. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.

Erindisbréfið er lagt fyrir endurbætt til samþykktar vegna breytinga sem gerðar voru frá síðasta fundi.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

6. Erindisbréf öldungaráðs Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

7. Erindisbréf landbúnaðarnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

8. Persónuverndarstefna Snæfellsbæjar.

Persónuverndarstefna Snæfellsbæjar samþykkt samhljóða. Jafnframt fól bæjarráð bæjarstjóra og bæjarritara að ráða í starf persónuverndarfulltrúa fyrir Snæfellsbæ.

9. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. júlí 2018.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 6 mánaða ársins.
  • Bæjarstjóri sagði frá stöðunni á kostnaði við gervigrasvöllinn í Ólafsvík.
  • Bæjarstjói fór yfir vinnuskólann í sumar.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?