Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá:
Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá:
1. Pakkhúsið í Ólafsvík – sýning á efri hæð.
Rebekka Unnarsdóttir mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaðar breytingar á sýningarsvæðinu á 2. og 3. hæð Pakkhússins. Bæjarráð samþykkti að fá fund með hönnuði fyrirhugaðrar sýningar, ásamt menningarnefnd og Rebekku til að ræða þá möguleika sem eru til staðar.
Rebekka vék nú af fundi.
2. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 15. ágúst 2018, varðandi ósk um umögn bæjarstjórnar um umsókn Rúnars Atla Gunnarssonar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiskáli, að Böðvarsholti í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
Bæjarráð samþykkti samhljóða fyrir sína hönd umsókn Rúnars Atla Gunnarssonar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiskáli, að Böðvarsholti í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
3. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 30. júlí 2018, varðandi lok eftirfylgni með úttekt á Leikskóla Snæfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá Svandísi Jónu Sigurðardóttur, dags. 22. ágúst 2018, varðandi ósk um leyfi til að stunda nám samhliða vinnu, skólaárið 2018/2019.
Í gildi eru reglur um námsleyfi kennara og telur bæjarráð eðlilegt að þessi umsókn fylgi þeim reglum, með fyrirvara um samþykki skólastjóra.
5. Bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 27. júlí 2018, varðandi ósk um tímabundna niðurgreiðslu á leikskólagjöldum fyrir barn með lögheimili í Snæfellsbæ.
Erindið fellur undir reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur leikskólagjalda og samþykkir því bæjarráð samhljóða niðurgreiðslur leikskólagjalda allt að áramótum 2018-2019.
6. Umsókn um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags. Trúnaðarmál – erindið lagt fyrir á fundinum.
Fært í trúnaðarmálabók.
7. Minnispunktar bæjarstjóra.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin