Bæjarráð

301. fundur 25. október 2018 kl. 12:00 - 12:52 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 8. lið, bréf frá forstöðumanni Jaðars, dags. 24. október 2018, varðandi aukafjárveitingu. Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

1. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 2. október 2018, varðandi auglýsingu umsókna um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/1019.

Bæjarstjóri sagði frá því að þegar er búið að senda inn umsóknir fyrir Snæfellsbæ.

2. Bréf frá Lögreglustjórarnum á Vesturlandi, dags. 2. október 2018, varðandi launaðan starfsmanna sameiginlegra almannavarnarnefndar á Vesturlandi.

Bæjarstjóri var á fundi vegna þessa í gær. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra, í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra á svæðinu, að vinna áfram að þessu máli.

3. Bréf frá Lífsbjörg, dags. 4. október 2018, varðandi ósk um styrk vegna sundkorta.

Snæfellsbær greiðir þegar árlegan styrk til Lífsbjargar sem Lífsbjörg getur ráðstafað að vild. Snæfellsbær getur því ekki orðið við þessari beiðni að þessu sinni, en mun taka árlega styrkinn til endurskoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2019, svo framarlega sem umsókn um það berist frá Lífsbjörg ásamt ársreikningi.

4. Bréf frá Patryk Zolobow, dags. 10. október 2018, varðandi ósk um styrk til náms.

Snæfellsbær hefur ekki veitt almenna styrki til náms og getur því ekki orðið við þessari beiðni.

5. Bréf frá Náttúrustofu Vesturlands, dags. 18. október 2018, varðandi þjónustu Náttúrustofunnar.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf bæjarritara, dags. 25. september 2018, varðandi uppsögn á tryggingaviðskiptum við VÍS.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að gera verðkönnun í tryggingar Snæfellsbæjar frá Sjóvá og TM.

7. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá forstöðumanni Jaðars, dags. 24. október 2018, varðandi ósk um aukafjárveitingu.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og samþykkti að leiðrétta þá liði sem talað er um í bréfinu þegar fyrir liggur hvernig fyrstu tíu mánuðir ársins koma út. Erindið verður aftur tekið fyrir á bæjarráðsfundi í nóvember og verður þá tekin ákvörðun um þá upphæð sem sett verður í aukafjárveitingu.

9. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir útboð á Fróðárheiði.
  • Verið er að vinna í umsóknum fyrir Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
  • Bæjarstjóri fór yfir útboð í þjóðgarðsmiðstöðina.
  • Bæjarstjóri sagði frá varmadælunni við Ráðhúsið.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að Tónlistarskóli Snæfellsbæjar sér nú um tónlistarkennslu í Laugagerðisskóla og fær greitt fyrir það.
  • Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að hefja vinnu við fjárhagsáætlunargerð ársins 2019.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?