Bæjarráð

302. fundur 24. janúar 2019 kl. 12:00 - 12:42 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. janúar 2019, varðandi nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018.

Lagt fram til kynningar.

2. Yfirlýsing um afsal á forkaupsrétti sveitarfélags á Guðlaugu SH-62, skskrnr. 2238.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Guðlaugu SH-62, skskrnr. 2238.

3. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 14. janúar 2019, varðandi umsögn bæjarstjórnar um umsókn Á Eyrunum ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili og frístundahús, að Tröðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Á Eyrunum ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili og frístundahús, að Tröðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar 2019, varðandi Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 11. janúar 2019, varðandi skipun Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, í ráðgjafarnefnd um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf frá Hilmari Má Arasyni, skólastjóra GSNB, dags. 14. janúar 2019, varðandi óskir skólans um bætt skólastarf.

Bæjarráð ræddi bréfið í liðum:

Varðandi 1. lið samþykkti bæjarráð samhljóða að veita aukafjárveitingu til að auka stöðugildi nýbúastuðnings úr 50% í 100% við skólann.

Varðandi 2. lið þá samþykkti bæjarráð að fresta afgreiðslu hans og taka hann fyrir aftur á næsta bæjarstjórnarfundi.

Varðandi 3. lið, þá telur bæjarráð að þurfi að endurskoða þennan styrk, en fólu bæjarstjóra og bæjarritara að útfæra reglurnar betur og leggja þær fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

7. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.

Lagt fram til kynningar.

8. Umsóknir um leyfi til hundahalds í Snæfellsbæ:

  • Umsókn frá Lindu Björk Hallgrímsdóttur að fá að halda hundinn Trygg.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Ewelinu Wasiewicz að fá að halda hundinn Hugo.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Ævari Sveinssyni að fá að halda hundinn Dasí.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Aleksöndru Wasiewicz að fá að halda hundinn Tóbý.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Lauru Mariu Jacunska að fá að halda hundinn Húgó.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Ingibjörgu Eyglóu Þorsteinsdóttur að fá að halda hundinn Max.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. desember 2018, varðandi afskriftir. Trúnaðarmál – gögn lögð fram á fundinum.

Bæjarráð tók fyrir afskriftarbeiðni nr. 201811021356500 og samþykkti samhljóð. Sjá trúnaðarmálabók.

10. Afskriftir Snæfellsbæjar 2018. Trúnaðarmál – gögn lögð fram á fundinum.

Bæjarráð samþykkti framlagðar afskriftir samhljóða. Sjá trúnaðarmálabók.

11. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá því að byrjað er á framkvæmdum á Fróðárheiði.
  • Bæjarstjóri sagði frá snjómokstri í bæjarfélaginu.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að það eigi að bjóða út jarðvegsvinnu við þjóðgarðsmiðstöðina í næstu viku.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?