Bæjarráð

305. fundur 02. júní 2019 kl. 12:00 - 12:47 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Svandís Jóna Sigurðardóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Bauð formaður Svandísi Jónu velkomna, en hún er að taka sæti í bæjarráði í fyrsta skipti. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 22. maí 2019.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 183. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. maí 2019.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 5. júní 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Ragnheiðar Víglundsdóttur um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Skálholti 6 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Ragnheiðar Víglundsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili, að Skálholti 6 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

4. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 11. júní 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Birtu útgerðar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, íbúðir, að Móum 5 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Birtu útgerðar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, íbúðir, að Móum 5 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

5. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 14. júní 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Tarragon ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingahús, skemmtistaður, kaffihús og krá, að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar gerir athugasemd við gám sem staðsettur er við Grundarbraut 2, en enn hefur rekstraraðili ekki sinnt þeim skilmálum sem settir voru þegar upprunalegt stöðuleyfi var gefið fyrir tveimur árum. Gámurinn er ekki með stöðuleyfi og þar með getur bæjarráð ekki samþykkt ofangreinda umsókn fyrr en leyfi er komið og skilmálum fullnægt. Afgreiðslu erindisins er því frestað.

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. júní 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Þorsteins Jakobssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili, að Brautarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Þorsteins Jakobssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili, að Brautarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

7. Undirskriftarlisti frá íbúum við Ennisbraut og Ólafsbraut, dags. 25. apríl 2019, varðandi áskorun um að hámarkshraði verði endurskoðaður við þessar götur og lækkaður til samræmis við aðrar götur í þéttbýli Snæfellsbæjar.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

8. Bréf frá Forum Lögmenn, dags. 4. júní 2019, ásamt bréfi Vegagerðarinnar, varðandi stöðuleyfisveitingar á Arnarstapa.

Bæjarráð vísar í svar bæjarstjórnar við erindi frá Forum Lögmönnum sem tekið var fyrir á fundi þann 6. júní s.l.

9. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 29. maí 2019, varðandi og ásamt bréfi ráðuneytisins til Ólafar Sveinsdóttur.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní 2019, varðandi boðun XXXIV. landsþings SÍS.

Lagt fram til kynningar.

11. Umsóknir um leyfi til hundahalds í Snæfellsbæ:

  • Umsókn frá Patrycju Rodziewicz að fá að halda hundinn Perlu.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Sigurði K Sigþórssyni að fá að halda hundinn Loka.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Atla Erni Þórðarsyni að fá að halda hundinn Fróða.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Hafdísi Rán Brynjarsdóttur að fá að halda hundinn Tobba.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Ólafi Helga Ólafssyni að fá að halda hundinn Týru.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
  • Umsókn frá Þorbjörgu Á. Höskuldsdóttur að fá að halda hundinn Nökkva.
    • Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?